Skruppum á Langjökul á 4 bílum, Hjalti á 38'' Patrol, Maggi á 44'' Explorer, Stebbi á 42'' Musso og Gulli á 38 '' Cherokee. Mæting var á Olís v/Suðulandsveg þar sem stefnan var tekin á Þingvöll, Kaldadal og upp á jökul. Planið var síðan að fara niður í Slunkaríki og þaðan í bæinn, en vegna þess hversu ferðin sóttist seint á jöklinum, því snjóað hafði talsvert um nóttina og færið því mjög þungt, var ákveðið að snúa við og fara í Húsafell og þaðan í bæinn. Vorum heppnir með veðrið sem var gott nánast alla ferðina nema það var nátturulega mikil þoka þegar upp á jökul var komið og við sáum ekkert, síðan versnaði veðrið þegar við vorum komnir niður af jöklinum. Frábær ferð, takk fyrir mig.