Ferðin var farin á u.þ.b. 20 bílum og gekk frábærlega. Á föstudeginum var ekið í Jökulheima. Á laugard. var ekið að Heljargjá, í Sylgjufell og inná Sylgjujökul. Kvökldvaka og varðeldur á laugardagskvöldinu, en við tókum með okkur fulla kerru (ca. 700 kg.) af eldiviði að heiman. Á Sunnud. var ekið um Tungnaárfjöll, Breiðbak, Grænafjallgarð, Faxa, Botnlangalón, Grænalón, Glaðheima, Landmannalaugar og í bæinn. Gott færi, auð jörð, en þó náði aðeins að lita snjóhvíta jörð aðfararnótt sunnudagsins. Fínn hópur. Takk fyrir góða ferð. BÞV