Árshátíð klúbbsins. Laugard. 7. nóvember

Nú fer að styttast í Árshátíðna sem verður haldinn 7, nóvember 2015 á Hótel Sögu Súlnasalnum. Verð á miða verður 6.500 kr.  Nú er bara að drífa sig og skrá sig á hátíðna.

Hægt er að skrá sig hér á síðunni eða með tölvupósti á skemmtinefnd@f4x4.is

Dagskrá:

Húsið opnar kl. 19:00  (hugmynd að vera með fordrykk)

19:30 hátíðin sett af formanni Ferðaklúbbsins 4×4

Veislustjóri er hinn margrómaði og verðlaunaði  Oddgeir Gylfason sjálfur.

 

Borðhald hefst kl. 20:00

Matseðill

Kaldir forréttir:

Reyktur- og grafinn lax.

Heilreyktur regnbogasilungur.

Kalt roastbeef.

Meðlæti: Cesar salat, skelfisksalat, blaðsalat.

Blandað brauð og viðbit, tilheyrandi sósur og meðlæti.

Aðalréttir:
Sítrus- og eldpiparkrydduð kalkúnabringa.

Purusteik.

Hvítlauks- og jurtalegið lambalæri.

Meðlæti: Ofnsteikt rótargrænmeti, og gratíneraðar kartöflur.

Blandað laufsalat.

Rauðvíns- og Bernaise sósa.

 

Eftirréttur:

Kaffi og konfekt.

Eftir mat og jafnvel fyrir og á milli rétta verður boðið upp á létta dagskrá í boði STJÓRNARINNAR.

Aðalskemmtikraftur kvöldsins verðu enginn annar en

Ari Eldjárn uppistandari.

Sá sem síðan heldur uppi öllu fjörinu eftir það er enginn annar en

KIDDI BIGFOOT

sem snéri geisladiskunum með sinni alkunnu snilld á síðustu árshátíð.

Ljósmyndir Magnús Hallur Norðdahl  ( MHN )