Ljósanótt 2012

Helgina 31 ágúst til 2 september verður Ljósanótt haldin í Reykjanesbæ. Á laugardeginum kemur Ferðaklúbburinn að glæsilegri bílasýningu við Duushúsin. Nú ætla Jeppamenn að fjölmenna með bílana sína og gera þetta alvöru. Mæting verður um kl 10:00 til að koma bílunum fyrir en hópakstur fornbílaklúbbsins og mótorhjólamanna er skipulagður um kl 15:00. Eftir það koma jeppamenn til með að grilla pylsur fyrir gesti og gangandi. Þeir sem hafa áhuga á að mæta með alvöru fjallajeppa og sýna þá geta haft samband við Ragnar í síma 865-8320.

Annars hlakkar okkur til að sjá ykkur á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Suðurnesjadeildin

 

Skildu eftir svar