Ég fór í Landgræðsluferðina í Þórsmörk með Barböru á Musso. Við lögðum af stað á föstudeginum klukkan 5 og vorum komin aftur í bæinn á sunnudeginum eftir kvöldmat. Útileigan var frábær og kynntist ég vel þekktum meðlimum 4x4 og það var mjög gaman. Á laugardeginu var svo farið að græða landið á Merkurrananum og til þess að taka það fram þá var þetta síðasta Landgræðsluferðin í þórsmörk-í bili allavega. Allt gekk vel fyrir utan að Barbara týndi myndavélinni sinni (ef þú finnur hana hringið í Barböru 664-9010)og var hún með yfir 400 myndum úr ýmsum ferðum og fleira. Seinna um kvöldið var farið á brennuna, en ekki fyrr en eftir dásamlegt lambakjöt beint af grillinu. Sunnudaginn var slappað af í sólinni(það var 15-20 stig alla helgina) og tekið saman dótið og farið að sulla í krossá og fleira. Takk fyrir góða ferð:)