Sumarhátíð F4x4 2012

Sælir félagar.

Takið helgina 6-8 júlí frá þar sem sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin hátíðleg Laugardaginn 7 júlí á stórglæsilegu tjaldsvæði Grindvíkinga.


Dagskrá 7 Júlí.
11:00-14:00 Jeppaferð þar sem Helga Ingimundardóttir leiðsögumaður leiðir okkur um Reykjanesið. Pylsupartý á leiðinni.
12:00-18:00 Ýmsir leikir fyrir yngri kynslóðina.
18:00-1930 Kynt verður undir grillinu og verður sameiginlegt borðhald þar sem allir koma með sitt á grillið og borða saman í góðum félagsskap.
20:00-01:00 Verður kvöldvaka þar sem Hermann Hermannson mun sjá um fjörið.

Ýmis afþreying er í Grindavík og nágrenni t.d. Frábær gólfvöllur, Bláa lónið, Kvikan- Auðlinda og menningahús og fleira og fleira.
Tjaldsvæðið verður frítt fyrir félagsmenn F4x4 en greiða þarf fyrir rafmagn sé það notað.

Uppl. um tjaldsvæði Grindavíkur http://www.visitgrindavik.is/visit.jsp? … 19&lang=is

Uppl. um áhugaverða staði á Reykjanesi http://www.reykjanes.is/

Kveðja Sumarhátíðarnefnd

Skildu eftir svar