10 ára afmælisferð Litlunefndar, skráning hafin

Ekið upp úr Jökulgilskvíslinni á leið í LaugarUm þessar mundir er Litlanefndin 10 ára. Til að halda upp á þessi tímamót hefur verið ákveðið að fara í afmælisferð í Landmannalaugar fimmtudaginn 19. apríl sem er Sumardagurinn fyrsti og því almennur frídagur.
 
Fyrsta ferð Litlunefndar fyrir 10 árum síðan var einmitt farinn í Landmannalaugar og því þykir við hæfi að fagna þessum tímamótum með þessum hætti. Veðurspáin fyrir Landmannalaugar er mjög ákjósanleg alveg fram að ferð og því lítur mjög vel út með færð inneftir.
 
Við í Litlunefndinni hvetjum alla jafnt byrjendur sem og aðra velunnara Litlunefndar að halda upp á þessi tímamót með okkur með því að skrá sig í ferðina. 
 
Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn að Eirhöfða 11 mánudagskvöldið 16. apríl klukkan 20:30, en það er mikilvægt fyrir þátttakendur að sækja þennan kynningarfund.  Að fundinum loknum verður haldið stutt námskeið fyrir byrjendur í jeppamennsku.
 
Hægt er að skrá sig í ferðina hér

Spjallþráður um ferðina hér

Skildu eftir svar