Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 2014

Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 2014
Verður haldinn að Hótel Natura (Loftleiðir) mánudaginn 26. maí kl 20:00
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf eftir lögum félagsins.
Engar lagabreytingatillögur komu fram.
Teknar verða fyrir beiðnir um styrkveitingar.
Rétt til setu á aðalfundi, og atkvæðisrétt, hafa allir félagar í öllum deildum og móðurfélagi sem hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4.