Ferð með Einstök Börn

Laugardaginn 17. maí næstkomandi ætla félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 að bjóða meðlimum í félaginu Einstök börn með í jeppaferð.  Um er að ræða 60 til 70 einstaklinga, börnin ásamt fylgdarfólki þeirra, og er áætlað að þurfi 30 til 40 jeppa til að anna þessum fjölda.

Hugmyndin er að fara úr bænum klukkan 9 að morgni, keyra sem leið liggur að Geysi þar sem verður stoppað. Því næst verður farið að Gullfossi og eftir það upp á Bláfellsháls og inn að Skálpa. Þar verður eitthvað brallað og hugmyndin er svo að fara upp á Jökulinn þar og sjá til hvað færið býður upp á.

Fjölmiðlafólk verður með í för og er reiknað með að ferðinni verði gerð góð skil í fjölmiðlum. Þetta fellur vel að ímyndunarstarfi klúbbsins og hentar einnig vel fyrir þá sem vilja gjarnan fara í skemmtilega ferð og láta gott af sér leiða í leiðinni. Um er að ræða sjálfboðaliðastarf, þar sem þátttakendur leggja til bíla, tíma sinn og eldsneyti. Hugmyndin er að verðlauna þátttakendur með einhverri uppákomu eftir ferðina, en slíkt hefur ekki verið útfært ennþá. Við munum setja nánari upplýsingar inn á vefinn síðar.

Ef þú vilt leggja þessu góða málefni lið þá vinsamlegast farðu inn í skráningarformið sem má finna ( hér ) og skráðu þig í ferðina.

 

Nánari upplýsingar um félagið einstök börn má finna á veraldarvefnum undir:   http://einstokborn.is/Default.asp?Sid_Id=28730&tId=99&Tre_Rod=&qsr