Author Archives: Gnýr Guðmundsson

Ferð með Einstök Börn

Laugardaginn 17. maí næstkomandi ætla félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 að bjóða meðlimum í félaginu Einstök börn með í jeppaferð.  Um er að ræða 60 til 70 einstaklinga, börnin ásamt fylgdarfólki þeirra, og er áætlað að þurfi 30 til 40 jeppa til að anna þessum fjölda. Hugmyndin er að fara úr bænum klukkan 9 að morgni, keyra […]

Marsferð Litlunefndar – Aflýst

Marsferð Litlunefndar sem fara átti þann 22. mars næstkomandi á Reykjanes hefur verið aflýst. Ástæða þess er bæði óhagstæð snjóalög á svæðinu og eins annir meðlima Litlunefndar. Í staðinn stefnum við á stórglæsilega ferð í Landmannalaugar þann 12. apríl og höfum þá fimmtudaginn 17. apríl (Skírdag) sem varadag ef veður verður óhagstætt þann 12. Við […]

Skráning hafin í febrúarferð Litlunefndar

Laugardaginn 15. febrúar næstkomandi stefnir Litlanefndin á að fara upp í Veiðivötn. Við hvetjum alla áhugasama til að koma með okkur, en við höfum einmitt fengið spurnir af því að færðin uppeftir sé áhugaverð og spennandi. Skráning er hafin og hana má finna hér á vefnum Kynningarkvöld verður haldið miðvikudaginn 12. febrúar í félagsheimili klúbbsins að […]

Janúarferð Litlunefndar

Nú er komið að fyrstu ferð Litlunefndar 2014, en hún verður farin laugardaginn 18. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er stefnan sett á Skjaldbreið og er ætlunin að reyna að nálgast hana að sunnanverðu. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Við hittumst á Stöðinni við Vesturlandsveg klukkan 8:30 og röðum okkur í hópa. Þaðan förum […]