Hið heimsfræga BÍLABINGÓ í Setrinu

Helgina 21. – 23. febrúar næstkomandi ætla skemmti- og skálanefnd Ferðaklúbbsins 4×4 að standa fyrir (bingó) ferð í Setrið, skála félagsins.  Ferðin er hugsuð fyrir félagsmenn þ.e. lágmarkið er að hver og einn  bílstjóri sé félagsmaður og æskilegt, en ekki skilyrði, að sá sem með  honum ferðast sé einnig meðlimur í F4x4. Reiknum með að selja að hámarki 50 “miða” svo vel fari um alla gesti á meðan á sameiginlega borðhaldinu stendur.  Skráning hefst á vef félagsins www.f4x4.is miðvikudagskvöldið 5.

febrúar kl. 21:00. Hver skrásetjari getur aðeins skráð tvo.  Verðið er kr. 5.500 á mann og skal greiðsla hafa borist í síðasta lagi 14.

febrúar inn á reikning 0516-26-204444, kennitala: 701089-1549, tilvísun Bingóferðin. Sendið staðfestingu á f4x4@f4x4.is merkt Bingó og upplýsingar fyrir hverja er verið að greiða.  Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma í síma 568-4444 ef viðkomandi vill greiða með kreditkorti. Sjá upplýsingar um opnunartíma skrifstofunnar á vef

félagsins.   Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu fyrir tilskilinn tíma fellur viðkomandi út af listanum. Innifalið er gisting í tvær nætur ásamt lúxusmáltíð á laugardagskvöldinu og er verðið það sama hvort sem gist  er eina nótt eða tvær.

Dagskráin er enn í mótun en við lofum góðri skemmtun og stemmingu sem  enginn ætti að vera svikinn af.

Skálanefnd/Skemmtinefnd F4x4.