Hústrukkar – fundur 30. apríl kl 19.30

 Hústrukkanefndin boðar til fræðslu- og kynningarfundar í húsakynnum Ferðaklúbbsins 4×4, að Eirhöfða 11, þriðjudaginn 30. apríl, kl. 19:30.  Þeir félagar sem eru með bíla á númerum eru hvattir til mæta á þeim. 

Bifreiðastæði er að finna þegar ekið er inn Eirhöfðann fyrir norðan Ísaga.

Dagskrá:

1. Félagar kynna bíla sína.

2. Umræður um búnað hústrukka.

3. Hvítasunnuferð í Þórsmörk.

4. Starf nefndarinnar næstu mánuði.

5. Önnur mál.

Hústrukkanefndin:
Grétar Hrafn Harðarson s: 892 1480, Trausti Kári Hansson s: 894 9529, Viggó Vilbogason s: 892 3245.

Skildu eftir svar