Category Archives: Tilkynningar

Nýliðakynning

14. október 2019 kl 20:00 Fyrir nýtt félagsfólk verður nýliðakynning á Ferðaklúbbnum 4×4 í Síðumúla 31 (gengið inn frá porti fyrir aftan húsið). Allir velkomnir sem vilja heyra almennt um klúbbinn! Dagskrá verður nokkurn veginn svona : Kynning á Feðaklúbbnum 4×4 Vetrarstarfið 2019 til 2020 Næsta nýliðaferð Spjall og hressing

Litlanefnd – októberferð

Næsta ferð Litlunefndar F4x4 verður sunnudaginn 20. október. Ferðin er eingöngu fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”. Mikilvægt er að hafa staðgott nesti, góðan klæðnað, lyf, góða skapið og einhverja afþreyingu fyrir yngstu meðlimina ef ferðin skildi ílengjast eithvað. Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar […]

Litlanefnd í september 2019

Litlanefnd F4x4 hefur frestað ferðinni til sunnudagsins 29. september. Ferðin er fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”. Farið verður Hungurfit sem er með fallegri leiðum á Fjallabak syðri. Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar Orkunar (Vesturlandsvegi) kl 8 og lagt af stað 8:30 og stutt […]

Tilboð á Toyo Open Country MT

Okkur í BJB langar að bjóða ykkar félagsmönnum eftirfarandi dekk á tilboði. Toyo Open Country MT 37×14.5 R15LT 73.890kr. pr/stk 38×14.5 R16LT 74.980kr. pr/stk Tilboðið gildir til 15.05.2018 BJB  |   Flatahraun 7  |  220 Hafnarfjordur   |   Iceland Tel: + 354 565 1090  |  Fax: +354 565 1093  |   www.bjb.is

Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Nú er farið að kólna í veðri og snjórinn byrjaður að sýna sig á fjöllum. Ferðanefnd F4x4 blæs því til fyrstu ferðar vetrarins á vegum nefndarinnar. Helgina 4.-5. nóvember verður farið upp í Setur. Leiðarval verður ákveðið þegar nær dregur. Er ekki kominn tími til að dusta rykið af jeppanum, gera hann tilbúinn fyrir veturinn […]

Ljósmyndaverkefni í samstarfi við ÍSAK og ArcticTrucks

Ljósmyndaverkefni í samstarfi við ÍSAK og ArcticTrucks Góðan daginn kæri ferðaklúbbur, ISAK 4×4 Rental og Arctic Trucks eru að vinna að verkefni með erlendum ljósmyndara. Hann er að koma til landsins til að mynda breytta Íslenska jeppa fyrir frama Íslenskar byggingar. Verkefnið verður svo sett saman í ljósmyndabók sem verður númer 3 í seríu af samskonar bókum sem hafa […]