Category Archives: Tilkynningar

Tilboð á Toyo Open Country MT

Okkur í BJB langar að bjóða ykkar félagsmönnum eftirfarandi dekk á tilboði. Toyo Open Country MT 37×14.5 R15LT 73.890kr. pr/stk 38×14.5 R16LT 74.980kr. pr/stk Tilboðið gildir til 15.05.2018 BJB  |   Flatahraun 7  |  220 Hafnarfjordur   |   Iceland Tel: + 354 565 1090  |  Fax: +354 565 1093  |   www.bjb.is

Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Nú er farið að kólna í veðri og snjórinn byrjaður að sýna sig á fjöllum. Ferðanefnd F4x4 blæs því til fyrstu ferðar vetrarins á vegum nefndarinnar. Helgina 4.-5. nóvember verður farið upp í Setur. Leiðarval verður ákveðið þegar nær dregur. Er ekki kominn tími til að dusta rykið af jeppanum, gera hann tilbúinn fyrir veturinn […]

Ljósmyndaverkefni í samstarfi við ÍSAK og ArcticTrucks

Ljósmyndaverkefni í samstarfi við ÍSAK og ArcticTrucks Góðan daginn kæri ferðaklúbbur, ISAK 4×4 Rental og Arctic Trucks eru að vinna að verkefni með erlendum ljósmyndara. Hann er að koma til landsins til að mynda breytta Íslenska jeppa fyrir frama Íslenskar byggingar. Verkefnið verður svo sett saman í ljósmyndabók sem verður númer 3 í seríu af samskonar bókum sem hafa […]

Litlanefnd í Landmannalaugar

Nú hefur Litlanefndin legið yfir öllum mögulegum upplýsingum um færð, snjóalög og veðurspá og í framhaldi af því tekið þá ákvörðun að fresta fyrirhugaðri ferð fram á laugardaginn 11. apríl næstkomandi. Eins og við höfum nefnt í póstum hér að undanförnu hefur verið afar þung færð á fjallvegum landsins vegna púðursnjós og ómögulegt fyrir lítið […]

Stórferð – Hópstjórafundur í kvöld

Hópstjóra fundur sem er skyldumæting  fyrir hópstjóra (ef staðgengil kemur, þá þarf að láta Gunnar Inga vita) Fundurinn verður hjá Bílabúð Benna. Þar verður farið yfir ferla norður og ýmislegt kynnt um ferðina. Reglur ferðarinnar verða kynntar. Einnig verður miðum í matinn og límmiðum ferðarinnar dreift til hópstjóra sem sjá um að koma því til […]

“Millibílaferð” á Langjökul

Laugardaginn 14. febrúar verður farið í svokallaða “Millibílaferð” á Langjökul. Ferðin er tilraun á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 og er skipulag ferðarinnar í höndum meðlima Litlunefndar. Tilgangurinn er að kanna áhugann á því að koma upp ferðum fyrir jeppa sem eru meðalmikið og mikið breyttir og er miðað við dekkjastærð 35″. Sú stærð miðast þó við […]