Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 2020

Vegna mikillar þáttöku í ferðina á Mývatn hefur verið lokað fyrir skráningu í ferðina. þeir sem skrá sign fara á biðlista og verða látnir vita þegar búið verður að fara yfir skráningar og fjölda.

 

Í ár verður farið á Mývatn og hefst ferðin á Mývatni föstudagsmorgun 20 mars og endar á laugardagskvöldinu með húllum hæ í félagsheimilinu Skjólbrekku á Mývatni.

Skráningarformið er https://forms.gle/R9awdBbMWhHUUGpM7

Hægt er að fylgjast með skráningunni hér https://tinyurl.com/soctvvr

Dagskráin er hefðbundin:
Föstudagur: Hittingur þar sem farið verður yfir leiðarval dagsins með norðanmönnum.
Leiðin verður valin eftir snjóalögum og veðri. Þetta er stóri ferðadagurinn þannig að gott er að nesta sig vel.

Laugardagur: Hittingur eins og á föstudeginum og farið yfir þær leiðir sem verða í boði. Á þessum degi verður ekið styttra en á föstudeginum eða til ca. 16:00
Hittingur í félagsheimilinu er ca. kl. 19:00. Matseðillin verður ekki af verra endanum.

Á meðan á borðhald stendur, verður boðið upp á skemmtiatriði sem öll verða heimatilbúin.
Reiknað er með að nú muni stíga á stokk nýtt band sem mun spila ný og gömul lög og fá salinn til að syngja með. Vonandi mætir okkar frábæri uppistandari og að mér skilst ætla norðanmenn að koma okkur á óvart.

Sunnudagurinn er heimferðardagur og ekkert skipulagður. Fólk ræður því hvaða leið það fer til síns heima.

Gjaldið í ferðina er 7.000,- á mann innifalið er skemmtunin á laugardagskvölsinu, matur, kaffi + kleinur og félagsheimilið Skjólgarði. Auk þess verða prentaðir límmiðar fyrir þá sem taka þátt í ferðinni.
Greiðslan kr. 3.500,- á mann þarf til að tryggja gistirými (á meðan gistirými leyfir). Upphæðina þarf að leggja inn á reikning klúbbsins nr. 0133-26-14444.kt. 701089-1549.  Sú greiðsla er óafturkræf.

Lokagreiðslan kr. 3.500,- þarf síðan að vera komin inn fyrir 1. mars 2020. Greiðslur fyrir gistingu eru innheimtar af hótelinu og er algjörlega á ábyrgð hvers og eins. Verð á nóttu fyrir mannin er frá 6.000,- – 10.000,- sjá verðskrá á hótelgistingu sem er á vef félagsins, f4x4.is undir spjallþræði Stórferð 2020.

Eina skilyrðið fyrir þátttöku í ferðinni er að einn aðili í bíl sé greiddur félagi í Ferðaklúbbnum 4×4.

Ath. Selhótel er frátekið fyrir þá sem þátt taka í ferðinni þannig að gistiskráning fer í gegnum okkur. Munið að skrá ykkur í réttann hóp svo hægt verði að skipuleggja allt mjög vel.

Þau sem þátt taka í ferðinni velja sér sjálf hvaða leið valin verður en algjört skilyrði er að ef einhverjir ætla yfir hálendið þá verða þeir að vera í hóp með sínum ferðafélögum, ekki ætlast til að nóg sé af öðrum bílum til að hjálpa.

Meiri upplýsingar koma þegar nær dregur, auk þess að við munum senda upplýsingar á uppgefin netföng þannig að hafið þau endilega rétt.