Ákveðið var að fara ferð kringum Sumdardaginn fyrsta Tvö plön voru í gangi en þegar við sáum veðurspá var ákveðið að halda inn á Fjallabakssvæðið. Við fórum af stað um kl 11,00 á fimmtudegi og héldum austur á Hellu. Vorum alls á 6 bílum en einn þurfti að yfirgefa okkur á föstudegi vegna verkefna í bænum. Veðurspá var góð fyrir fimmtudag og föstudag en átti að vera hálf leiðinleg eftir það. Reynslan var að laugardagur var bestur, en þá var alveg stafa logn, þó hiti hefði verið um frostmark. Ekki margir á ferð en hittum Skagfirðingar og félaga sem voru að taka "landið og miðin". Þetta er tíminn sem menn eiga að vera á fjöllum. Bjart lengi, sæmilegur hiti og allt fullt af snjó.