Þó að miðjuferð hefði verið frestað var ekki hætt við að fara eitthvað. Ég og krakkarnir mínir, Linda Sif og Guðmundur Freyr, Stefanía og Rúnar systursonur hennar og Barbara Ósk, Hugrún með hundanna Pjakk og Tinnu, fórum í yfirlitsferð. Barbara var á nýja bílum "Mikka Ref" sem er gamli Mussoinn hans Lúthers. Tilgangurinn var að skoða sem mest og var því ferðaáætlun smíðuð eftir því sem okkur langaði í það og það skiptið. Aðalatriðin voru: Hófsvað, Bjallavað, Landmannalaugar, Glúfurleit, farin mjög hratt, Setrið þar sem litlunefndarferð stóð yfir, Kisubotnagljúfur, Leppistunguleið, Hagavatn og Kjölur heim í sparakstri hjá mér vegna olíuleysis.