Næsta ferð Litlunefndar

Litlanefndin þakkar góða þátttöku í síðustu ferð. Því miður voru veðurguðirnir okkur ekki nógu hliðhollir á Langjökli, en þeir hafa nú lofað bót og betrun.

Við erum því bjartsýnir á næstu ferð, og nokkuð vissir um að þetta trend, sem er gott veður á virkum dögum og lægðir um helgar, eigi eftir snúast við.

Dagsetningin næstu ferðar hefur verið ákveðin laugardaginn 2. mars. Leiðarval hefur ekki verið staðfest ennþá, en við stefnum á svæðið að Fjallabaki og- eða í nágrenni við Heklu. Skráning í ferðina mun hefjast hér á vefnum þann 21. febrúar og verður þá búið að ákveða leiðina.

Takið daginn frá, skráið ykkur á vefnum og sjáumst hress á kynningarfundi þann 27. febrúar næstkomandi.

Litlanefndin

Skildu eftir svar