Stórferð – ferlar o.fl.

Í viðhengi má finna ferla og Rútur fyrir stórferðina.

Þessir ferlar eru til viðmiðunar og þeir sem að kjósa að nota þá gera það á sýna eigin ábyrgð – Akið alls ekki blindandi eftir þessum felum þar sem að sumir þeirra, einkum og sér í lagi þeir sem eru utan jökla, liggja um varasamt landslag þar sem aðstæður geta verið allt aðrar í dag en þær voru þegar ferlarnir voru eknir.

LEIÐIN NIÐUR HJÁ SKÁLAFELLSJÖKLI ER SVOKÖLLUÐ “GAMLA LEIД AÐRAR LEIÐIR ERU EKKI FÆRAR OG GETUR VERIÐ STÓRHÆTTULEGT AÐ REYNA VIÐ ÞÆR. ÞAÐ Á SÉRSTAKLEGA VIÐ UM VEGINN NIÐUR FRÁ SKÁLANUM Í JÖKLASELI – SÚ LEIÐ ER KOLÓFÆR !!

Gagnlegar upplýsingar um ferðina má einnig finna í viðhengi. Til viðbótar við þær má bæta að þar sem að hópurinn er stærri en Hótel höfn hýsir þá munu einhverjir hópar lenda á öðrum hótelum. við höfum því fengið “strætó” til að sjá um ferðir milli hótela svo að menn geti lagt jeppanum… Strætó mun ganga á klukkutíma fresti allt kvöldið, til kl 01:00

Fyrir þá sem ætla að fara hálendið heim og þurfa að nesta sig upp fyrir heimferð þá hefur Netto á Höfn ákveðið að opna fyrir okkur kl 12:00 á sunnudeginum og hafa opið í 1 – 2 tíma.

Skildu eftir svar