Upphitun fyrir stórferðina

Bílabúð Benna verður með opið til kl. 20:00 á fimmtudag í tengslum við fyrirhugaða Stórferð F4x4 sem farin verður í næstu viku.  Allir félagsmenn velkomnir, bæði þeir sem eru á leið í Stórferðina og eins hinir sem taka pásu þetta árið. Ýmsar vörur verða á tilboðsverði og því um að gera að drífa sig upp á Höfða og gera góð kaup.  Bílabúð Benna býður upp á létt snarl í tilefni dagsins sem verður á borðum eftir klukkan 18:00.

Rétt er að geta þess að límmiðar á þá bíla sem fara í Stórferðina verða afhentir á staðnum en þeir eru kostaðir af helstu stuðningsaðilum klúbbsins þ.e. Bílabúð Benna og Skeljungi.

Eftir heimsóknina förum við  niður á Eirhöfða þar sem farið verður betur yfir ýmsa þætti viðkomandi ferðalaginu auk þess sem fulltrúar Garmin búðarinnar verða á staðnum og fara yfir umsýslu með gögn í hinu ýmis tæki og hvernig stillimöguleikar eru í tækjunum. Einnig gefst félagsmönnum tækifæri til að spyrja starfsmenn Garmin búðarinnar um aðra þætti s.s. innsetningu ferla í tækin og fleira viðlíka.