Jólaferð með Einstök Börn.

Laugardaginn 7. desember næstkomandi stendur til að fara í jólaferð með félaga í „Einstök Börn“. það er Ferðaklúbburinn 4×4 sem stendur fyrir ferðinni í samstarfi við félagið Einstök Börn, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma. Litlanefndin hefur tekið að sér að standa fyrir skipulagningu ferðarinnar, en til að allt gangi upp er þörf á um 20-23 sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að leggja til bíla og tíma sinn í þetta góða málefni, en reiknað er með  að það komi 2 til 3 farþegar í hvern bíl. Ferðaplanið er óákveðið ennþá en miðað er við að fara dagsferð á einhvern jökul hérna í nágrenninu og því þurfa bílarnir að vera í öflugri kantinum.

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í þessum viðburði eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á Litlanefnd@f4x4.is og tilgreina gerð ökutækis og dekkjastærð og hve marga farþega viðkomandi getur tekið.

Ef veðurútlit verður óhagstætt þann 7. desember er 8. desember hafður sem varadagur.

Fyrir þá sem vilja kynna sér það góða starf sem unnið er í félaginu Einstök Börn er bent á heimasíðu félagsins:  www.einstokborn.is

Með bestu kveðju og von um góðar undirtektir

Litlanefndin.