Kynning á Ferðaklúbbnunn 4×4

Á mánudaginn 15. febrúar kl 20,00 er fyrirhugað að halda kynningu á Ferðaklúbbnum 4×4 og að auki fara aðeins yfir VHF talstöðvarmál.

Kynningin er hugsuð fyrir nýtt félagsfólk og væri gaman að sjá sem flesta, en fjöldatakmarkanir eru miðað við  18 þátttakendur ( og við verðum síðan 2)

Kynningin haldin að Síðumúla 31, bakhúsi ( bílastæði bakvið húsið, ekið niður milli Síðumúla 31 og 33) og hefst kl 20,00 og verður til ca 22,00.

Kynningin er ókeypis, boðið upp á gos, vatn og prince polo.

Til að halda utanum fjölda vinsamlegast skrá sig með því að setja upplýsingar inn í þetta form;

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeaadB_Kmn4ozyiVDNVpBh2QIlosaqkPd70UF_sNajXkfqe9g/viewform

kveðja, Stjórn