Lokanir hálendisvega

Vegagerðin hefur lokað mörgum hálendisvegum vegna aurbleytu. Á vorin, meðan snjóa er að leysa og frost er að fara úr jörðu, er mikil hætta á skemmdum á vegum og gróðri. Þetta stafar helst af ótímabærri umferð og því að ekið er utan vega til að krækja fyrir skafla og polla.  Þegar byrjar að hlána verður jarðvegur vatnsósa og þolir ekki  átroðning. Jarðvegur er gljúpur og hvert fótspor getur skilið eftir sig djúpt far og jafnvel varanlegar skemmdir.

 

Á vef Vegagerðarinnar eru upplýsingar um lokanir og opnun fjallvega og má nálgast þær upplýsingar hér http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/fjallvegir/ .

 

Oft eru pollar í slóðum, ekki krækja fyrir þá.

Ökum á slóðanum alls ekki við hliðina á honum.

Ef við erum vitni af utanvegaakstri reynum að stoppa þann aðila af.