Námskeið

Sælir félagar og gleðilega hátíð.

Við höfum fengið sérfræðing frá Skeljung (Þröst Árnason)  til þess að halda námskeið fyrir okkur sem kalla mætti “Grunnur í olíufræðum”.

Þar mun hann fara yfir hluti eins og segjutölur og hitaþol ásamt ýmsu öðru sem viðkemur olíum, frostlegi ofl.

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 16. janúar 2018, kl. 19,30  í húsnæði okkar að Síðumúla 31, bakhúsi.

Gert er ráð fyrir að námskeiðið taki 2,5 til 3 klst.

Aðgangur ókeypis.

 

 

Kv

Stjórnin