Samningur við Sindra

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning við Sindra sem felur í sér sérkjör til handa félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4. Meðal annars felur samningurinn í sér að Félagsmenn njóta:

18% afsláttar að handverkfærum, 15% afsláttar af verkfæraskápum og 12% af sandblástursandi.

 

Sindri er öflugt fyrirtæki býður upp á mörg velþekkt vörumerki sem margir félagsmenn þekkja.

Fyrir Ferðaklúbbinn 4×4 er ánægjulegt að Sindri komi inn í hóp fjölda fyrirtækja sem veita félagsmönnum Ferðaklúbbsins sérkjör í viðskiptum.

Mynd:

Sveinbjörn Halldórsson og Kristján Páll Hrafnkelsson undirrituðu samstarfssamninginn