Vinnuferðir í Setur haust 2019

Eins og fram kom á síðasta fundi er búið að skipta út eldhúsinnréttingu í Setrinu.  Glæsileg innrétting er komin upp.  Framundan eru nokkrar vinnuhelgar þar sem meðal annars verður settu neyðaropnunarhurð á “húsvarðarherbergið”, neyðarstigi og opnanlegt fag á viðbyginguna, auk þess sem fyrirhugað er að skipta út opnanlegum fögum.

Það væri mjög gott að fá hjálp við þessi verk, sérstaklega vantar okkur pípara til að færa einn ofn, sem er fyrir nýju neyðarhurðinni.

Vinnuferðir eru dagana:

13-15 sept.

27-29 sept.

og síðasta 4-6 okt. ( sem vonandi verður hægt að fella niður þar sem verkin verða búin).

Sendið póst til skálanefndar á póstfangið: skalanefnd@f4x4.is eða svarið spjallþræði hér á síðunni.

Sími skálanefndar er 844 5010.