Hústrukkaferð FRESTAÐ


Góða hústrukkafólk

Veðurguðirnir ætla ekki að vera okkur hagstæðir þetta haustið. Veðurspáin á laugardaginn 14. sept er þess eðlis að við sjáum okkur ekki annað fært en að fresta haustferð hústrukka um óákveðinn tíma. Vonandi kemur “gluggi” eins og svo oft á haustin, sem við getum nýtt okkur. Við komum til með að vakta veðurhorfurnar og tilkynna ferð þó það verði kannski með stuttum fyrirvara. Við höldum í vonina.

Bestu kveðjur

Grétar Hrafn Harðarson 892 1480
Trausti Kári Hansson 894 9529
Viggó Vilbogason 892 3245