Lokun Seturs

Sæl

Eins og staðan er nú þá hefur verið ákveðið að ekki er hægt að nota Setrið eins og staðan er.  Tvennt kemur til, annarsvegar er hitakamínan ónýt og ekki hægt að hita húsið og síðan hitt að í ljósi aðstæðna þá er ekki eðlilegt að hópar ( smáir sem stórir) séu að fara í Setrið og gista þar.  Hugsanlegt smit getur verið lengi í húsinu og frestað þess að við getum notað húsið þegar þessu linnir.

Ákvörðun þessi er tekin af Skálanefnd og Stjórn.