Farið var á 7 jeppum (1 stk. Rocky 44", 1 stk. Nissan Patrol 44" ,2 stk. Nissan Patrol 38", 2 stk. Toyota dobble cap 38" og 1 stk. Toyota landcr. 90 38") kl 7.00 á laugardagsmorgni frá Select og stefnan tekin á Sprengisand, upp Kvíslaveituveg í Laugarfell þar sem var gist. Haldið var þaðan norður fyrir Hofsjökul og komið við í Ingólfsskála og þaðan á Hveravelli. Þar tvístraðist hópurinn þar sem ein Toyotan var með brotin afturöxul og fór þvi uppbyggðan veginn norðurfyrir í fylgd þriggja annarra jeppa. Þeir sem héldu suður Kjöl lentu í mjög þungu færi, 44" og skriðgírsfæri. Hópurinn sem fór norðurfyrir var kominn til Rkv. aðfarnótts mánudags kl 2.30 en þeir sem fóru suður Kjöl kl 6.00 að morgni. Á Sprengisandi að Laugarfelli var nægur snjór en norðan Hofsjökuls var frekar rýrt. Ferðin gekk vel í alla staði að undanskildu brotnum öxli og hvellsbungnu dekki á Holtavörðuheiði.