Farið var um Þingvelli, Línuveginn að Tjaldfelli, Slunkaríki yfir Langjökul og á Hveravelli. Nýfallinn snjór var í Slunkaríki og allt að Þursaborg og mjög þungt færi í púðursnjó hvort sem menn voru á 38" 44" 46" eða 49". Urðum að skilja 2 bíla eftir fyrir innan Slunkaríki þegar þeir voru byrjaðir að affelga á 3 dekkjum í einu.