Category Archives: Skálanefnd

Bílabingó í Setrinu

Hið heimsfræga Bílabingó verður haldið með hefðbundnu sniði í Setrinu helgina 20-22 febrúar. Skráning í ferðina er hér http://goo.gl/forms/Yqj8mzdQQK. Athugið að svefnpláss eru takmörkuð þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær. Dagskrá er í grófum dráttum að bingo hefst kl. 14 á laugardeginum, um kvöldið er svo fjallalamb og kvöldvaka til kl 23. Á sunnudag er […]

Viðgerðarferð í Setrið

Sælir félagar. Fyrir liggur viðgerðarferð í Setrið um komandi helgi, þ.e. 17-18. jan. Nauðsynlegt er að skipta um vatnsdælu þar sem dælan slær út rafmagninu, útleiðsla í henni. skipta um smurolíu á ljósavél, þétta púströr, og eitthvað lítilræði í viðbót. Við þurfum vaska menn í þetta verkefni, gott væir að láta nefndina vita í tíma […]

Hækkun skálagjalda í Setrinu.

Frá og með áramótum hækka Skálagjöldin í Setrinu sem hér segir: Félagsmenn ………………….. 2.000.kr. Börn 13-16 ára ……………….. 1.000.- Utanfélagsmenn ………………. 4.000.- Börn utanfélagsm. 13-16 ára … 2.000.- Aðstöðugjald …………………….. 300.- (Notkun á aðstöðu skálans án gistingar) Frí gisting fyrir börn yngri en 13 ára Hægt er að leggja inná reikning skálanefndar Kennitala: 701089-1549 Reikningur: 1175-26-024444 Ath. […]

Nú skal reist.

Sælir félagar. Skálanefnd Seturs hefur nú lokið undirbúningi vegna byggingar neyðarskýlisins við Setrið og er stefnt að því að flytja allt efni uppeftir á föstudaginn og aflesta bílana. Gömlu olíutankarnir verða þá teknir í bæinn með öðrum bílnum en hinn verður eftir uppfrá og verður til aðstoðar þar sem hann er með krana. Hafist verður […]

Fyrsta sumarmarkmiði skálanefndar náð.

Sælir félagar.  Um liðna helgi var farið í fyrstu vinnuferð skálanefndar Seturs.  Markmið þessarar fyrstu ferðar sumarsins var að ná að helluleggja gólf neyðarskýlisins.  Náðist það markmið með glans, þökk sé vöskum hópi skálanefndarmanna og ættingjum þeirra ásamt heimiliskettinum og málara nokkrum sem hann dró með sér og reyndist betri en enginn.  Aukinheldur var unnið […]

Setrið, vinnuferð helgina 16-18 nóv.

Skálanefndin náði þeim markmiðum sem hún setti sér fyrir þessa vinnuhelgi, þ.e. að klára olíutengingu frá nýja aðaltanknum inn á dagtank ljósavélar og tengja botnrofa í dagtanknum sem drepur á vélinni ef dísilolíu þrýtur, þ.e. áður en tankurinn klárast alveg.  Aðalbreytingin fyrir þá sem gista og þurfa að fylla á dagtankinn í lok gistingar er […]

Fréttir af skálanefnd Seturs.

Um liðna helgi fór skálanefnd í fyrri af tveimur almennum vinnuferðum þessa sumars.  Þátttaka var ekki mikil en þeir sem mættu uppeftir létu sitt svo sannarlega ekki eftir liggja og gekk því vinna helgarinnar framar vonum.  Svo löng saga sé gerð stutt þá náðist að grafa fyrir fyrirhugaðri skemmubyggingu en það var reyndar ekki létt […]

Frá Skálanefnd. Af gefnu tilefni!

Til þeirra er málið varðar.  Það hefur viljað brenna við í vetur, þegar menn hafa yfirgefið skálann eftir gistingu, hafi þeir ekki gengið frá sem skildi.  Dæmi eru um opna glugga, ólæstan gáminn og þess háttar yfirsjónir sem geta valdið okkur miklu tjóni ef allt fer á versta veg.  Við viljum því hvetja þá sem […]

Vinnuferðir skálanefndar sumarið 2012

Svo sem kunnugt er þá stefnir skálanefnd að byggingu skemmu sem hýsa á rafstöð og nýjan olíutank Setursins ásamt því að vera viðgerðaraðstaða og geymslupláss,  í sumar.  Á fyrsta fundi skálanefndar sem haldinn var fyrir skömmu var sett upp plan þar sem stefnt verður að því að vera með tvær almennar skálanefndarferðir í sumar.   Verða […]