Ferð á Langjökul
Mætt var kl. 9 á Sellegg lögðum af stað 8 bílar, var keyrt á þingvöll og inn á Kaldadal.Lentum fljótlega í basli þar sem ég var fyrst bíll sem var dreginn yfir fyrsta skaflinn.Nokkrir að fleyrir skaflar tóku við sem ég komst yfir klakklaust. síðan kom fyrsta alvöru festan.þar var það fararstjórinn sem festi sig og þurfti stærri bíl til þess að draga hann upp og hafði
hann svo lítið fyrir því. Síðan reyndi stærri bíllinn við skaflinn en sat þar líka fastur.með var ákveðið að snúa við og fara inn á Húsafell. þurfti að fara yfir fyrrum skafla aftur og þar settust þeir á kviðinn báðir Cheerokie bílarnir og voru í því að kippa hvor annan upp,eftir það ákváðu þeir að hætta og fóru í bæinn.Mussoinn fór í skaflana með of miklum látum og beyglaði felgu við það, tapaði lofti og þurfti að gera vð á staðnum. Sjálfur komst ég af eigin rammleik yfir skaflana. Keyrt var í gegnum Húsafell inná leið á Langjökul, þar beið eftir okkur fullt af sköflum og krapapyttum. Komust allir yfir skaflana af eigin rammleik að Langjökli og fóru 6 bílar á jökul en ég ákvað að verða eftir, sá ekki tilgang í því að fara upp á jökulinn í þessari þoku, lagðist því til hvílu og beið þar til hinir komu til baka. Farð var yfir gömluskaflana aftur og þar byrjuðu menn að sitja fastir. Var ákveðið að reyna aftur við Kaldadal frá Húsafelli. þar biðu okkar snjóskaflar og krapapyttir. Farið var yfir 2 pytti en ákveðið að snúa við og stefnan var tekin á Borgarnesí kaffi. ........ Leiðarlok.