Ferðasaga

Ég lagði af stað úr Reykjavík um 8 leytið uppí Setur og ákvað að fara klakksleiðina, gekk mjög vel uppá háheiðina en sá ekki neina stiku sem benti á Klakksleið og endaði með því að ég keyrði niður í Leppstungur þegar ég áttaði mig á því að ég fór framhjá afleggjaranum. Snéri við, fann leiðina, gekk allt mjög vel, árnar misdjúpar. Þegar ég var kominn að sandöldunum fyrir ofan Kisubotna, annaðhvort að snúa við eða fara niður sandöldurnar og eiga þá hættu að komast ekki upp aftur sem var reyndin. Ákvað ég að fara yfir Kisu, stoppaði fyrir framan því þar var mótorhjólafólk sem þurfti líka að komast yfir ánna, ákvað ég að vaða yfir alla ánna til að finna gott vað, fann traust vað fyrir mótorhjólin en reyndist ekki nógu gott fyrir mig þegar útí var komið. Komst uppá Eyrar, sneri þar við sömu leið til baka og leitaði að nýju vaði yfir ána sem var aðeins dýpra en traustara, fór á smá ferð út í ána til að ná uppá sandeyri sem var þar við áður en ég fór yfir seinni hluta árinnar. Var þar smá kantur til að komast uppá og þurfti ég að taka smá stökk til að komast þar upp. Það var smá sandbleyti í ánni en kom ekki að sök þar sem ferðin var það mikil. Gleymdist að taka myndir af ánni þar sem ég var svo feginn að komast uppúr henni og var fljótur í burtu. Lá leiðin uppí Setur, ekki vandamál, gisti þar yfir nóttina, fékk fólk í heimsókn sem gisti. Fórum uppá fjallið sem er aftan við Setrið og fórum eins langt og slóðinn náði. Ákváðum að fara heim Illahraunsleið, gekk mjög vel þar til komið var að grasbölunum fyrir neðan Kellingafjöll sem voru illa skorin og erfið yfirferðar en þetta bjargaðist allt saman.

Kv. MHN