Farið var með Einstök börn á jökul. Lagt var af stað frá Mörkinni 6 um kl. 9:00 með börnunum voru um 30 bílar á ferð. Keyrt var að Hvolsvelli og stoppað þar til að kaupa sér nesti og síðan var haldið áfram að afleggjaranum hjá Sólheimajökli og beygt þar upp, stoppað og hleypt úr dekkjum og teygt úr sér. Síðan var lagt af stað á jökul og gekk það nokkuð snurðulaust en að vísu var fyrsta brekkan svolítið erfið fyrir suma en allir komust þeir upp. Tók þar við þeiri brekkur, miserfiðar, var það aðeins einn bíll sem átti í smáerfðleikum sem var Explorer á 35 t. en upp komst hann eins og allir hinir. Veðrið var eins og best var kosið sól og smá vindur. Var keyrt þar að Hábungu stoppað þar og tekið matarhlé. Svo var tekin stefnan á Eyjafjallajökul og klórað aðeins í hann og tekin matarpása. þar lenti einn bíll í smávandræðum með sjálfskiptinguna sem var ekki neitt mál að redda. þar voru menn að leika sér í brekkum og fóru allar brekkur sem voru þar í grennd og var Explorerinn enginn eftirbátur annarra og á hann hrós skilið hve vel honum gekk að komast eins langt og allir hinir. Síðan var tekin stefnan á Fimmvörðuhálsinn, menn þurftu að fara svolítið gætilega á köflum. Stoppað var við Skógarfoss til þess að bæta lofti í dekkin. Síðan var keyrt að heimalandi og var þar borðaður grillmatur, teknar myndir og enduðum við þar. Eftir gott stopp var farið í bæinn. Hér eru nokkrar myndir af þeim sem ég tók.
(börnin höfðu mjög gaman af þessari ferð, mörg hver tilbúin að fara aftur í næstu ferð)
MHN