Félagsfundur 2. febrúar

Ferðaklúbburinn 4×4 Sælir Félagsmenn 4×4 og aðrir áhugamenn um ferðamennsku. Sjötti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl 20:00 mánudaginn 2. febrúar. Á fundinum verða meiri upplýsingar um stórferðina, hvaða kræsingar bíða okkar og fleira. Sögur af Þorrablótinu í Setrinu og bingóferðin kynnt rækilega. Snorri Ingimars verður með erindi um utanvegaakstur og samgöngur. […]

STÓRFERÐ F4x4 5-8 mars

Búið er að loka fyrir skráningu í stórferð 2015. Athugið, enn er hægt er að greiða fyrir ferðina hér. Greiðslur eru miðaðar við einstaklinga, en nauðsynlegt er að skrá í hvaða bíl (bílnúmer) viðkomandi einstaklingur er. Dagsetningin er 5-8 mars. Ferðin er farin í hópaskipulagi. Semsagt menn skrá sig og tilgreina í hvaða hóp þeir […]

Viðgerðarferð í Setrið

Sælir félagar. Fyrir liggur viðgerðarferð í Setrið um komandi helgi, þ.e. 17-18. jan. Nauðsynlegt er að skipta um vatnsdælu þar sem dælan slær út rafmagninu, útleiðsla í henni. skipta um smurolíu á ljósavél, þétta púströr, og eitthvað lítilræði í viðbót. Við þurfum vaska menn í þetta verkefni, gott væir að láta nefndina vita í tíma […]

Næsti félagsfundur 12. janúar

Ferðaklúbburinn 4×4 Sælir ferða- og jeppaáhugamenn. Fimmti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl 20:00 mánudaginn 12.janúar. Á fundinum verður kynning frá Rögg um notkun gsm síma sem staðsetningu í neyð. Litlanefndarferð, Þorrablótsferð, meira um Stórferð ásamt öðrum innanfélagsmálum Að lokum verður video af eldri stórferð ef tími gefst til. Félagsmenn og aðrir […]

Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

Nýr vefur klúbbsins er kominn í loftið. Vefurinn hefur verið í þróun í haust og mikil vinna sem liggur að baki breytinganna. Vefnefnd vill þakka Netheimum (http://netheimur.is/) fyrir þeirra framlag, en þeir hafa unnið vefinn með okkur og hýsa vefinn fyrir okkur. Nýji vefurinn byggir á nýjustu þróun í vefmiðlum og byggir á tilbúnum kubbum […]

Nóvemberferð Litlunefndar – Aflýst

Vegna snjóaleysis á fjallvegum í nágrenningu hefur Litlanefndin tekið ákvörðun um að fresta nóvemberferðinni um óákveðin tíma. Við munum hafa augun opin á næstunni og ef veðrið breytist og það fer að kólna aftur og snjóa, þá munum við skoða nýja dagsetningu í desember. Ef ekki þá stefnum við ótrauðir á janúarferð þann 17. janúar […]